Persónuvernd fær alveg nokkur rokkstig í þessu máli! Þegar nýju persónuverndarlögin tóku gildi var ákveðið að undanskilja Alþingi frá gildissviði laganna – allt til að gæta vel að þrískiptingu valdsins.

Í þessu máli, sem fjallar um birtingu upplýsinga um fyrrum þingmann á vef Alþingis, tekur Persónuvernd þá afstöðu að Alþingi sé ekki undanskilið gildissviði laganna nema þegar það fer með lögformlegt hlutverk sitt skv. stjórnarskrá og því falli þessi tiltekna vinnsla Alþingis undir persónuverndarlögin sem og valdsvið Persónuverndar. Auðvitað ætti þetta að vera svona og eiga við um upplýsingalögin líka!

Réttindi einstaklinga rokka!

Hér má nálgast úrskurð Persónuverndar .