Samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins frá 5. júní 2018 bera stjórnendur Facebook “like” síðna sameiginlega ábyrgð með Facebook vegna söfnunar og notkunar persónuupplýsinga á samfélagsmiðlinum. Þessi ákvörðun hefur bein áhrif á þau fyrirtæki sem halda úti “like” síðum á Facebook og getur einnig haft afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem halda úti slíkum síðum.

Samkvæmt Evrópudómstólnum þá geta stjórnendur “like” síðna fengið aðgang að miklu magni af tölfræðiupplýsingum um þá sem heimsækja síðurnar, í gegnum “Facebook Insights”. Facebook safnar þessum upplýsingum í gegnum kökur (e. cookies) sem eru geymdar í tæki notanda í tvö ár. Stjórnendurnir geta svo notað þessar upplýsingar til þess að búa til persónusnið yfir þá markhópa sem þau vilja ná til.

Það var álit Evrópudómstólsins að vegna möguleikans fyrir stjórnenda “like” síðu að taka ákvörðun um tilgang vinnslunnar og hvernig upplýsingarnar eru unnar og notaðar, bæru stjórnendur slíkra síðna og Facebook sameiginlega ábyrgð á meðför persónuupplýsinganna.

Einnig tók dómstóllinn það fram að ekki væri um að ræða jafna ábyrgð Facebook og síðustjórnenda í öllum tilvikum og færi það eftir hvers konar síðu væri um að ræða og hvernig upplýsingar um notendur væru notaðar.

Dómurinn á ekki einvörðungu við um Facebook heldur er um að ræða grundvallarákvörðun um skyldur ábyrgðaraðila og umfang sameiginlegrar ábyrgðar. Niðurstaðan getur þannig átt við annars konar miðla og þjónustur og þarf að meta hvar ábyrgðin liggur í hverju tilviki fyrir sig.

Hér má nálgast álit Evrópudómstólsins