future404 er stofnað og rekið af þremur konum með sérþekkingu og áhuga á persónuvernd.

Oktavía Hrund Jónsdóttir

Oktavía Hrund Jónsdóttir

Sérfræðingur tækni og öryggi

Oktavía Hrund Jónsdóttir er með mastersgráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum. Hún hefur unnið við innleiðingu persónuverndar á mörgum sviðum í meira en áratug erlendis og hefur sérstakan áhuga og sérfræðiþekkingu á réttindum í stafrænum heimum og gerð stefna þess efnis fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir.

Olga Margrét Cilia

Olga Margrét Cilia

Lögfræðingur

Olga Margrét Cilia er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar frá lagadeildinni fjallaði um vernd persónuupplýsinga og réttindi hins skráða samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Ásamt því að hafa aðstoðað fyrirtæki við innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar hefur hún unnið við rannsóknir á skilningi almennings á lagamáli, verkefnastjórnun og greinarskrif.

Sunna Rós Víðisdóttir

Sunna Rós Víðisdóttir

Persónuverndarráðgjafi

Sunna Rós Víðisdóttir er með BA gráðu í Evrópu- og þjóðarétti frá Háskólanum í Groningen í Hollandi. Hún mun útskrifast með MA próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík næstkomandi sumar.

Lokaverkefni hennar fjallar meðal annars um réttindi starfsfólks á grundvelli persónuverndarlöggjafarinnar.