Bezt er að kynnast fyrst!

future404 hefur það að markmiði að veita góða þjónustu sem þú hefur raunverulega þörf fyrir.

Á fyrsta fundi hittum við þig, kynnumst fyrirtækinu þínu og verklagi og förum yfir þarfir þess. Í kjölfarið sérsníðum við tilboð sem hentar ykkar starfsemi.

future404 var stofnað til að aðstoða lítil og millistór fyrirtæki við innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar. Þjónusta okkar er sniðin að ykkar þörfum – og ekkert tuð meira um það – en til að einfalda hlutina bjóðum við upp mismundandi leiðir til innleiðingar og þjónustustig.

Verðin sem við birtum hér gefa góða hugmynd um lokaverð innleiðingar, en best er að bóka fund með okkur í gegnum hallo@future404.is

Grunnpakki

 • Framkvæmd er úttekt á fyrirtækinu eða stofnuninni.
 • Gátlisti útbúinn fyrir fyrirtækið þitt þar sem kemur fram hvaða skref þarf að taka svo að það standist persónuverndarlöggjöfina.
 • Sniðmát af vinnslusamningi.
 • Fræðslufundur fyrir starfsmenn og stjórnendur.

Þessi pakki hentar þeim fyrirtækjum þar sem stjórnendur og lykilstarfsfólk hafa góða þekkingu á persónuverndarlöggjöfinni, en vantar úttekt og leiðbeiningar til að fara eftir við innleiðinguna.

Verð: 210.000 + vsk

Millipakki

Framkvæmd er úttekt á fyrirtækinu eða stofnuninni.
Greining á hlutverkum við vinnslu og sambandi ábyrgðar- og vinnsluaðila. Gerð vinnslusamninga.
Gerð persónuverndarstefnu og starfsreglna varðandi vinnslu persónuupplýsinga.
Leiðbeiningar um notkun og uppfærslu vinnsluskráa. Sniðmát af vinnsluskrá.
Samfélagsmiðlar – úttekt og skjölun á ábyrgðarsviði fyrirtækisins á samfélagsmiðlum.
Kynningar og fræðslufundur fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Mat á hvort ykkar starfsemi er þess eðlis að þörf er á persónuverndarfulltrúa.

Verð: 490.000 (+ vsk)

Allur pakkinn

 • Framkvæmd er úttekt á fyrirtækinu eða stofnuninni.
 • future404 sér um samskipti við þau fyrirtæki og stofnanir sem er í viðskiptum við ykkur, greinir hlutverk við vinnslu og samband ábyrgðar- og vinnsluaðila.
 • Gerð vinnslusamninga.
 • Gerð persónuverndarstefnu og verkferla varðandi vinnslu persónuupplýsinga.
 • Samfélagsmiðlar – úttekt og skjölun á ábyrgðarsviði fyrirtækisins á samfélagsmiðlum.
 • Úttekt á tæknimálum og aðstoð við nauðsynlegar breytingar – til dæmis upplýsingar á heimasíðu og samfélagsmiðlum.
 • Námskeið og fræðsla fyrir starfsfólk og stjórnendur.
 • Ráðgjöf um flutning á persónuupplýsingum.
 • Mat á hvort ykkar starfsemi er þess eðlis að þörf er á persónuverndarfulltrúa.

Verð: 980.000 + vsk.

 

Persónuverndarfulltrúi - Þjónusta og ráðgjöf

Samkvæmt nýju persónuverndarlöggjöfinni ber öllum opinberum stofnunum að tilnefna persónuverndarfulltrúa og í einhverjum tilvikum fyrirtækjum og fer það eftir eðli starfseminnar og umfangi vinnslu. future404 getur metið hvort að þörf sé á að tilnefna persónuverndarfulltrúa hjá ykkar fyrirtæki.

future404 getur í einhverjum tilvikum boðið upp á að sinna stöðu persónuverndarfulltrúa eða gert við ykkur þjónustusamning um persónuverndarráðgjöf eftir að innleiðingu lýkur.

Verð þessarar þjónustu er metið hverju sinni.

Námskeið og fræðsla

Kynningarfundur – Hvað felst í nýju persónuverndarlöggjöfinni og innleiðingu hennar?
 • 48.000 + vsk.

Stjórnarfundir – kynning á ábyrgð stjórnenda gagnvart persónuverndarlöggjöfinni.
 • 35.000 + vsk.

Starfsmannadagur – 1.5 klst kynning á ábyrgð og útfærslu einstaklinga hvað varðar GDPR.
 • 28.000 + vsk.

GDPR & bjór – hvað *er* eiginlega málið? Skemmtilegt ‘HOTtake’ á GDPR – GIF og meme´s í boði internetsins.
 • 28.000 + vsk.

Námskeið fyrir stjórnendur og ábyrgðaraðila innan fyrirtækis.
 • 95.000 + vsk.